Ásta skásta

17 júlí 2006

Helgin liðin og hún var ógurlega róleg og ljúf - fyrsta skipti í langan tíma sem maður er ekki þreyttari á mánudegi heldur en á föstudegi...

Ég fór í vöfflupartý til Önnu Maríu og Emils í gær. Það var tær snilld, endalaust meðlæti og maður þurfti eiginlega að borða vöffluna með hníf og gaffli - namminamm. Sigga og Begga voru með í vöffluátinu og svo sá ég aðeins framan í Helgu áður en ég stakk af í pítsupartý og keilu í borginni.

Ég var að sjálfsögðu flottust í keilunni - með eina kúlu framan á mér og aðra í rennunni. Ég lenti í næst síðasta sæti en Áminn tók alla í nefið. Ég þarf að stelast af og til á æfingar til að eiga séns í strákinn...

Annars er ég við það að kafna í eigin bumbu og hlakka mikið til að sjá krílið okkar. Það er ennþá vika í settan dag og flestir fara eitthvað framyfir en ég er sko ekki að nenna því. Spurning um að skjótast í malarvegsbíltúra og skjótast á hestbak til að flýta fyrir þessu... hehehe