Ásta skásta

28 júní 2005

Ég, Ásdís og María systir hennar ætlum að skella okkur á afmælishátíð Landsvirkjunar sem haldin verður í Búrfelli á laugardaginn. Þá ætlum við í einhverja skemmtilega göngu, grilla með samstarfsmönnum og syngja síðan hátt og snjallt.

Eggert yfirmaður Ásdísar og snillingur með meiru reddaði okkur síðan Landsvirkjunarkagga til að koma okkur héðan og þaðan.

Þetta verður bara snilld. Tjald, svefnpokar, gönguskór og gleði.

23 júní 2005

Akureyri var góð, og Varmahlíð líka.

Sumir...

...eyddu fimm tímum samfleytt í flottasta potti landsins

...tóku nokkrar myndir

...buðu ungum manni í threesome

...hrutu hátt og snjallt í bústað eftir þrjár kippur af bjór

...fengu loksins Brynjuís

...fengu ugluskilti í hausinn og komu því ekki aftur upp á vegg

...dönsuðu við fyrsta árs nemann sem var allstaðar, aðrir tóku við pöntunum í djæf kennslu

...komu við á barnum og eiga von á þykkum visa-reikning

...sváfu á hræðilegum bedda og buðu gestum uppí

...redduðu sér fari heim af djamminu og fundu leigubíl heima sem rúntaði upp í 10-11 út í rassgati til að kaupa samlokur

...sáu menntaskólaskilti í bleikum bíl

...drukku nokkra bjóra og smá bacardi lemon af stút

og allir þurftu nokkra daga til að jafna sig eftir ferðina

Svo á bara að gera ennþá betur eftir fimm ár :o)

14 júní 2005

Loksins skrifaði stelpan í gestabókina á Esjunni. Ég fór með Önnunni, pabbanum, strákunum, Möggunni og fullt af liði. Tveir níu ára guttar með í ferðinni sem stungu okkur hin heldur betur af og voru fyrstir á alla staði. Veðrið var yndislegt en það var samt ótrúlegt hvað það voru margir á ferðinni í fjallinu. Verð nú að viðurkenna það að mér fannst ferðin örlítið erfiðari en ég bjóst við, þetta er ekki beint eins og að skokka upp á Arnarhól ;o)

Í dag er förinni heitið norður. Stuðið byrjar í bústað í Skagafirðinum með massafínu gleðiliði. Grill, pottur og eintóm gleði. Síðan er förinni heitið á Akureyri og þar á að dvelja alla vegna fram á laugardag.

Góða helgi :o)

13 júní 2005

Þessi líka fína helgi nýbúin, nú sit ég bara eftir geispandi og gleðileg.

Vinnan splæsti í Eldsmiðjupartý á föstudaginn. Ég prufaði sniglapítsuna hjá þeim, númer æ, hún er þvílík snilld. Mæli hiklaust með henni og kem til með að panta hana sjálf næst þegar að ég mæti á svæðið. Nammi, namm... Við vorum frekar dugleg að drekka bjór með pítsunum og yngsta fólkið kom við á Sólón áður en við dreifðum okkur hvert í sína áttina. Mín átt var bíó með Ámunda, mömmu og Önnu systur. Anna var að vinna fyrsta daginn sinn á Burger King og gekk bara glimrandi vel, enda er hún soddan snillingur.

Á laugardaginn fór ég á Argentínu með Ámunda. Það var hreinasta snilld, pabbi hans var búin að gefa okkur gjafabréf í afmælisgjöf og við vorum eins og kóngar þarna. Maturinn var þvílíkt góður og súkkulaðikakan sem við fengum í eftirrétt er best í heimi. Mæli hiklaust með henni ef þið kíkið við þarna.

Eftir rómantíkina og kóngalífið fórum við í innflutningspartý hjá A-unum í Stangarholtinu. Þetta var þvílíkt gleðilegt partý, mikið sungið og dansað :o) Fórum svo að tjútta með sveittum karlmönnum og Trabant á Nasa. Þetta var massa fínt kvöld sem hafði síðan í för með sér massa þreyttan sunnudag. Geisp, geisp ennþá í dag..

10 júní 2005

Rafmagnsklíkan var með hitting á Tapas í gærkvöldi. Allir útlendingarnir okkar eru að týnast heim og það var hin fínasta mæting í giggið. Þjónustan var nú dálítið undarleg þarna, við vorum vinsamlegast beðin um að panta ekki hvað sem er. Það væri einfaldlega best fyrir okkur að panta dýrustu réttina, annars gæti allt farið í rugl.

Maturinn var nú samt skuggalega góður, alveg í stíl við mig. Fékk fullt af kjöti á pinnum, geggjaðan saltfisk og humar. Hrein snilld, fínt líka fyrir fólk sem getur ekki ákveðið sig, það er nebbla hægt að panta 3-4 rétti sem kokkurinn velur fyrir mann. Ég var alla vegna mjög nálægt því að springa í loft upp eftir matinn og Ásdís þurfti að sannfæra mig um að það væri líka pláss fyrir bjór eftir matinn, ég var nebbla ekki alveg viss.

En það var hrein snilld að hitta krakkana og gaman að heyra um hvað allir eru að gera. Einhver á nágranna sem kann ekki að nota hurð og finnst miklu betra að troða sér bara inn og út um gluggann hjá sér. Annar er að fara að gifta sig og líka sá þriðji. Tveir eru komnir í fituklípingar keppni í ræktinni. Flestir verða erlendis í haust, nema kannski sá sem kenndur er við 87 - hann þarf að sinna frægðinni hérlendis.

Við töluðum líka um að færa fyrsta fimmtudags hittelsið okkar til Kaupmannahafnar í haust, það er auðvitað snilldarhugmynd. Gætum jafnvel hist út um allan heim fyrsta fimmtudaginn í hverjum mánuði.

Á eftir fæ ég að fara á Eldsmiðjuna og á morgun á ég pantað borð annars staðar :o)

Knús í krús, góða helgi!

06 júní 2005

Í dag er annar í þynnku eftir bústaðaferð helgarinnar. Anna bauð í flottustu grillveislu sem að ég hef komið í og allt var æðislega gott.

Allt gamla Njarðvíkurgengið mætti á svæðið og hjálpaðist að við að borða kjöt og drekka öl og bollu.

Myndir segja víst meira en fullt af orðum þannig að ég ætla að smella nokkrum inn þegar ég er búin að vinna í dag. Myndirnar muna víst líka betur hvað var á seyði þarna :o)

Takk fyrir mig elsku Anna afmælisskvísa!!!

Ingibjörg Steinunn a.k.a. Inga kleina á átján ára afmæli í dag. Til hamingju með það.

03 júní 2005

Nú er ansi stutt í að maður skelli sér í sumó. Ætla að senda Önnu og Emil á undan svo þau geti látið renna í pottinn en á meðan ætla ég að slaka á í Hveragerði og narta í grillmat hjá tengdó.

Óska öllum góðrar helgar :o)

02 júní 2005

Ljúfa, ljúfa veður :o)

Vonandi verður líka svona gott veður í afmælisbústaðnum hjá Önnu pönnu um helgina...