Ásta skásta

13 júní 2005

Þessi líka fína helgi nýbúin, nú sit ég bara eftir geispandi og gleðileg.

Vinnan splæsti í Eldsmiðjupartý á föstudaginn. Ég prufaði sniglapítsuna hjá þeim, númer æ, hún er þvílík snilld. Mæli hiklaust með henni og kem til með að panta hana sjálf næst þegar að ég mæti á svæðið. Nammi, namm... Við vorum frekar dugleg að drekka bjór með pítsunum og yngsta fólkið kom við á Sólón áður en við dreifðum okkur hvert í sína áttina. Mín átt var bíó með Ámunda, mömmu og Önnu systur. Anna var að vinna fyrsta daginn sinn á Burger King og gekk bara glimrandi vel, enda er hún soddan snillingur.

Á laugardaginn fór ég á Argentínu með Ámunda. Það var hreinasta snilld, pabbi hans var búin að gefa okkur gjafabréf í afmælisgjöf og við vorum eins og kóngar þarna. Maturinn var þvílíkt góður og súkkulaðikakan sem við fengum í eftirrétt er best í heimi. Mæli hiklaust með henni ef þið kíkið við þarna.

Eftir rómantíkina og kóngalífið fórum við í innflutningspartý hjá A-unum í Stangarholtinu. Þetta var þvílíkt gleðilegt partý, mikið sungið og dansað :o) Fórum svo að tjútta með sveittum karlmönnum og Trabant á Nasa. Þetta var massa fínt kvöld sem hafði síðan í för með sér massa þreyttan sunnudag. Geisp, geisp ennþá í dag..