Hér sit ég sveitt og blogga. Ég er sko ekki sveitt af því að ég er búin að gera svo mikið (ég geri bara ekki neitt eftir að ég kláraði prófið mitt) heldur vegna þess að það er svo heitt hjá okkur. Ég kann bara ekki á þetta. Það er bara léttir að komast inn en svo um leið og ég sting nefinu inn um gættina þá fyllist ég samviskubiti yfir því að vera ekki úti í góða veðrinu. Þvílíka ruglið.
Keyptum annars glæný jarðarber í dag, ég elska jarðarber út af lífinu, namm, namm, namm. Hún Elsa Björg er sammála mér í því að elska jarðarber, hef ekki undan við að troða þeim upp i hana þegar hún fær að smakka.
Keypti sundbol í gær. Var í stökustu vandræðum að velja gripinn. Fannst ég vera allt of fermingarleg í speedo bolunum en of kerlingarleg í hinum bolunum. Endaði í kerlingarbol en Ámundi sagði að hann væri bara sætur og alls ekkert kerlingarlegur... Kannski er hann bara orðinn gamall karl og ég gömul kerling. Þá erum við alla vegna ástfangin gömul fólk og tilgangi lífsins er náð. En alla vegna, ég fer í sund í nýja bolnum á Íslandi. Elska sund, en samt ekki eins mikið og ég elska jarðarber. Gæti alveg hugsað mér að liggja í pottinum og borða jarðarber og ís, elska alla vegna tilhugsunina.
Keyptum annars glæný jarðarber í dag, ég elska jarðarber út af lífinu, namm, namm, namm. Hún Elsa Björg er sammála mér í því að elska jarðarber, hef ekki undan við að troða þeim upp i hana þegar hún fær að smakka.
Keypti sundbol í gær. Var í stökustu vandræðum að velja gripinn. Fannst ég vera allt of fermingarleg í speedo bolunum en of kerlingarleg í hinum bolunum. Endaði í kerlingarbol en Ámundi sagði að hann væri bara sætur og alls ekkert kerlingarlegur... Kannski er hann bara orðinn gamall karl og ég gömul kerling. Þá erum við alla vegna ástfangin gömul fólk og tilgangi lífsins er náð. En alla vegna, ég fer í sund í nýja bolnum á Íslandi. Elska sund, en samt ekki eins mikið og ég elska jarðarber. Gæti alveg hugsað mér að liggja í pottinum og borða jarðarber og ís, elska alla vegna tilhugsunina.