Ásta skásta

30 maí 2007

Tveir dagar í próf, löngu kominn tími á klippingu og maður veður sandhauga í stofunni heima hjá sér. Þessu verður öllu reddað áður en ég kem heim - þá verð ég úthvíld, hrein og sæt :)

Ég vona nú samt ad veðrið skáni nú áður en vid mætum á klakann. Skíðasvæðin eru opin bæði á Akureyri og Siglufirði - mig langar ekkert að eyða sumarfríinu í kraftgalla og Elsa Björg passar örugglega ekki lengur í hlýju fötin sín!

Í dag eru sem sagt tvær vikur í Íslandsferðina okkar. Ég hlakka ferlega mikið til að borða íslenskt góðgæti; Brynjuís, brauðstangir af Sprettinum, grillað lambakjöt, grillaðir hamborgarar, moðsteikt lambalæri a la Bautinn, Nonnabiti, SS-pylsur. Ef einhvern langar að hitta mig þá má finna mig í næsta söluturni því ég verð upptekin við að borða allan tímann...

16 maí 2007

Hellú

Nú er ég komin á fullt ad læra og þá klikkar maður að sjálfsögðu ekki á því að fá sér bloggpásur. Í dag sit ég á bókasafninu og les kennslubókina í faginu mínu. Mér finnst það bara fínt. Ég tók mér klósettpásu áðan og leit í spegil, auðvitað var ég med risa bananaklessu á öxlinni - gjöf frá Elsu Björgu minni. Ég veit nú ekki alveg hvort fólkinu hérna finnist ég vera sérlega smart!