Ásta skásta

29 september 2006

Jáhá - it is alive...

Maður er svo ferlega upptekin af því að mammast að maður gleymir alveg að nördast og tölvast. Var nú að koma úr nördalabbi í skólanum þannig að ekki dugir að sleppa því að blogga.

Nú er ég farin að hafa mikla þörf á því að skjótast í klippingu og fá smá stíl og lit á hárið. Málið er nú samt það að ég veit ekkert hvert ég á að stefna til að fá nýju fínu klippinguna mína. Hér er nú samt alveg nóg af klippistofum en þær eru næstum allar eins og rakarastofan á Klapparstíg og þangað fer enginn nema pabbi og hann kemur alltaf krúnurakaður út - og það er ekki það sem ég er að leita að.

Í gær fór ég í óhugnalega langa strætóferð til að skjótast í ILVA til að kíkja á sófa með Önnu Björgu. Við fundum snilldarsófa og ég sannfærði stelpuna um að splæsa í þá og núna er bara verið að hlakka til að prufa gripina.

Á morgun eru siðan tveir mánuðir síðan að Elsa Björg grét í fyrsta skipti og kannski maður haldi bara upp á það með því að baka köku. Ansi langt siðan ég hef bakað - og þá get ég fengið að hakka í mig súkkulaði í dulargervi. Miklu flottara að borða köku heldur en að narta í snickers :o)

Annars eru helstu fréttirnar þær að ég er farin að stunda badminton af kappi á miðvikudagskvöldum - smöluðum saman nokkrum lundapíum og splæstum í völl. Þessar sömu skvísur eru svo búnar að stofna saumaklúbb sem hittist og borðar súkkulaði og rjóma í hinum ýmsu dulargervum annan hvorn sunnudag. Eintóm lukka hér :o)

05 september 2006

Nú eru Anna og Emil búin að eignast lítinn dökkhærðan dreng. Ég vil bara óska þeim innilega til hamingju með piltinn. Get ekki beðið eftir að sjá hann - litla frænda minn :o)