Ásta skásta

30 júní 2006

Jáhá, nú er bústaðarferðin beint framundan. Mér sýnist á veðrinu að það verði ekki mikið um útiveru en ég vona að það verði hægt að kveikja í brennu annað kvöld. Það er kannski fullmikil bjartsýni.

Gugga og Brynjulf lenda á landinu á eftir, vona að þau nái einhverri sól með sér. Ég vona alla vegna að rigningin hætti fyrir næstu helgi svo það verði hægt að mynda liðið utandyra og komast á milli kirkju og veislu án þess að verða rennblautur...

Ætla að kúpla niður í hálfan vinnudag í næstu viku, í dag er þá síðasti heili vinnudagurinn minn í bili. Heilsan er nokkuð góð en ég hef nú samt ekki orku í að gera neitt mikið meira en að vinna þannig að ég ætla bara að dekra við mig og taka mér frí eftir hádegi fram að síðasta vinnudegi sumarsins - veit nú reyndar ekkert hvenær hann verður :o)

Góða helgi!!!