Ásta skásta

26 júní 2006

Helgin var voða, voða fín. Ámundi ákvað að skjótast með og það var algjör lúxus að hafa hann sem driver. Ég sat bara í framsætinu og stjórnaði akstrinum þaðan - gaman að ferðast með mér...

Við tókum því bara rólega á Siglufirði, skutumst í sónar með pabba og eyddum miklum tíma í að skoða krílið. Það var best í heimi að sjá að krílið hafði það bara huggulegt og var duglegt að æfa sig í að anda :o)

Ámundi fór síðan að synda með Guðmundi og ég slappaði af í bænum og fékk ís í sólinni - lúxuslíf.

Við kíktum líka á nýju göngin, þeir eru rétt byrjaðir að róta í yfirborðinu en byrja að sprengja í september. Göngin eiga svo að vera vígð 1. des 2009, á níu ára afmælinu hans Guðmundar Árna bróður.

Næstu helgi á síðan að skjótast í Húsafell með Önnu og Abba það er nóg pláss fyrir fleiri en einhvern langar með í sveitasæluna :o)