Föstudagur og helgin að mæta, hálftími eftir af vinnuvikunni og eins gott að nota tímann til að blogga.
Anna systir er komin suður og við ætlum að dedúast aðeins í dag. Kaupa snúrur og fleira spennandi. Við Ámundi fluttum ekki í gær en við gerum það annað hvort á eftir eða bara á morgun.
Við heimsóttum ljósuna í gær. Ámundi greyið var dreginn með. Þetta eru nú ekki merkilegar heimsóknir en samt gott að vita af því að það er fylgst með manni. Bumban er rúmlega staðalfráviki ofan við meðaltal, eins gott að gera þetta vel fyrst maður er að standa í þessu :o) Ljósan áleit að fóstrið hefði það bara huggulegt og hefði heldur betur nóg af vatni til að busla svolítið. Höfuðið sneri niður núna og líka síðast og bossinn nær eiginlega alla leið upp að rifbeinum og er til skiptis hægra og vinstra megin - bara fyndið að finna fyrir því.
Plan morgundagsins er að fara með litlu systur í ríkið og kaupa 120 flöskur af brúðkaupsvíni. Við verðum laglegar saman, önnur ófrísk og hin undir aldri - er reyndar búin að plata Ámunda með líka til að fegra ástandið. Um kvöldið á síðan að skjótast suður með sjó og halda upp á útskriftina hans Borgars.
Góða helgi :o)
Anna systir er komin suður og við ætlum að dedúast aðeins í dag. Kaupa snúrur og fleira spennandi. Við Ámundi fluttum ekki í gær en við gerum það annað hvort á eftir eða bara á morgun.
Við heimsóttum ljósuna í gær. Ámundi greyið var dreginn með. Þetta eru nú ekki merkilegar heimsóknir en samt gott að vita af því að það er fylgst með manni. Bumban er rúmlega staðalfráviki ofan við meðaltal, eins gott að gera þetta vel fyrst maður er að standa í þessu :o) Ljósan áleit að fóstrið hefði það bara huggulegt og hefði heldur betur nóg af vatni til að busla svolítið. Höfuðið sneri niður núna og líka síðast og bossinn nær eiginlega alla leið upp að rifbeinum og er til skiptis hægra og vinstra megin - bara fyndið að finna fyrir því.
Plan morgundagsins er að fara með litlu systur í ríkið og kaupa 120 flöskur af brúðkaupsvíni. Við verðum laglegar saman, önnur ófrísk og hin undir aldri - er reyndar búin að plata Ámunda með líka til að fegra ástandið. Um kvöldið á síðan að skjótast suður með sjó og halda upp á útskriftina hans Borgars.
Góða helgi :o)