Eini galli helgarinnar var hvað hún leið hratt. Ég hefði alveg verið til í tvo, þrjá frídaga í viðbót.
Við byrjuðum með Friðgeiri og Önnu Siggu í Sunnuhvoli í Grímsnesi. Þetta var voða kósý bústaður og við bara í kósý fíling. Við grilluðum um leið og við mættum og ég held bara að við ilmum enn af reyknum - skil ekki alveg afhverju. Við spiluðum ógurlega margar umferðir í Sequence, hitt liðið rétt vann mitt lið. Eftir spilatörnina hlupum við í heitan pott og síðan var skriðið í bælið.
Á þjóðhátíðardaginn skelltum við okkur í Reykholtssund, þar hittum við Heiði og Jóa og kvöddum Friðgeir og Önnu Siggu. Við höfðum það svaka huggulegt í pottinum og skyndilega flæddi að heill hellingur af prúðklæddu fólki. Þá var víst næsti dagskrárliður í 17. júní dagskránni í sundlauginni og við fylgdumst bara með úr pottinum. Bara skondið.
Eftir pylsu og ís var stefnan tekin í Skjöld sem er líka í Grímsnesi. Þar var þessi líka snilldarbústaður sem foreldrar Heiðar eiga. Grillið klikkar náttla aldrei í sumó og kókið mitt jafnaðist eiginlega alveg á við bjór - nema þá að ég var töluvert sprækari en sumir daginn eftir.
Góð helgi - takk fyrir mig
Við byrjuðum með Friðgeiri og Önnu Siggu í Sunnuhvoli í Grímsnesi. Þetta var voða kósý bústaður og við bara í kósý fíling. Við grilluðum um leið og við mættum og ég held bara að við ilmum enn af reyknum - skil ekki alveg afhverju. Við spiluðum ógurlega margar umferðir í Sequence, hitt liðið rétt vann mitt lið. Eftir spilatörnina hlupum við í heitan pott og síðan var skriðið í bælið.
Á þjóðhátíðardaginn skelltum við okkur í Reykholtssund, þar hittum við Heiði og Jóa og kvöddum Friðgeir og Önnu Siggu. Við höfðum það svaka huggulegt í pottinum og skyndilega flæddi að heill hellingur af prúðklæddu fólki. Þá var víst næsti dagskrárliður í 17. júní dagskránni í sundlauginni og við fylgdumst bara með úr pottinum. Bara skondið.
Eftir pylsu og ís var stefnan tekin í Skjöld sem er líka í Grímsnesi. Þar var þessi líka snilldarbústaður sem foreldrar Heiðar eiga. Grillið klikkar náttla aldrei í sumó og kókið mitt jafnaðist eiginlega alveg á við bjór - nema þá að ég var töluvert sprækari en sumir daginn eftir.
Góð helgi - takk fyrir mig