Hildur og Óskar ætla að heimsækja okkur á föstudaginn :o) Þá verður nú heldur betur kátt í höllinni. Þau eru á leiðinni í helgarreisu til Köben og mér tókst greinilega að sannfæra þau um að það væri mjög sniðugt að kíkja við hérna í leiðinni. Þema helgarinnar verður Cosmopolitan og ég hlakka til að skoða myndirnar.
Íris og Benni ætla að taka forskot á helgina og kíkja til okkar á miðvikudaginn. Þau ætla að kíkja á skólann í Lundi, eru nefnilega að spá í þvi að mæta hingað á næsta ári. Hún i byggingaverkfræði en hann í talmeinafræði.
Mamma er síðan búin að splæsa í flugmiða til Köben næstu helgi á eftir. Það verður bara gaman að fá skvísuna í heimsókn og sýna henni hvar miðjustelpan er að leika sér. Hún og Gugga ætla síðan að skjótast i menningarferð til Stettin í Tékklandi á sunnudeginum.
Hér er því eintóm gleði framundan og greinilegt ad dýnurnar sem við nældum í hjá IKEA eiga eftir ad hafa nóg að gera.
Íris og Benni ætla að taka forskot á helgina og kíkja til okkar á miðvikudaginn. Þau ætla að kíkja á skólann í Lundi, eru nefnilega að spá í þvi að mæta hingað á næsta ári. Hún i byggingaverkfræði en hann í talmeinafræði.
Mamma er síðan búin að splæsa í flugmiða til Köben næstu helgi á eftir. Það verður bara gaman að fá skvísuna í heimsókn og sýna henni hvar miðjustelpan er að leika sér. Hún og Gugga ætla síðan að skjótast i menningarferð til Stettin í Tékklandi á sunnudeginum.
Hér er því eintóm gleði framundan og greinilegt ad dýnurnar sem við nældum í hjá IKEA eiga eftir ad hafa nóg að gera.