Ásta skásta

18 október 2004

Það var bara gaman að kíkja út með Eydísi og Ásu. Við fórum á Vegamót og borðuðum ansi vel yfir okkur :o) Nammi, nammi, nammi! Aumingja Heiður missti af öllu stuðinu þar sem bossinn hennar er að reyna að breyta henni í vinnualka og þar er hún bara geymd þessa dagana.

Við skvísurnar uppdeituðum fréttir hvor af annarri á milli munnbita og það virtist nú vera þannig að Ása skvísa í Danmörkunni hafði mest að skemmtilegum fréttum enda býr hún í útlandinu með útlenskum skvísum en er ekki föst í gamla farinu hérna heima. Já ég hlakka dálítið til að flytja út :o)

En við vorum samt ansi sammála um það að okkur vantaði sko svo sannarlega fréttir af Hildi skvísu sem er líka í útlandinu. Ertu þarna Hildur? Svo eru náttla fleiri vinir í útlandinu, en maður fær samt oftar fréttir af þeim, enda kemst maður í virk blogg þeirra af og til.