Ásta skásta

05 október 2004

Nýjustu fréttirnar eru þær að Guðmundur Árni bróðir minn ætlar að gista hjá okkur um helgina. Það verður nú líklegast líf og fjör og svaka helgi framundan. Veit ekki alveg hvað við eigum að gera en við finnum nú líklegast eitthvað sniðugt til að bralla.

Guðmundur Árni verður 4 ára 1. desember næstkomandi. Hann hefur aldrei áður gist hjá mér og ég hlakka agalega mikið til :o) Nú verður maður sko að vinna sér inn stig og komast á topp tíu listann hjá snáðanum.

Það er sem sagt bláedrú helgi framundan! Síðasta helgi var þó ekki alveg edrú.

Föstudagurinn var vísódagur sem endaði alltof snemma þegar ég sofnaði á Kaffibarnum. Aumingja Kolla sem var með mér! Frétti svo af því að engin önnur en Julia Stiles hefði tjúttað á dansgólfinu seinna um kvöldið. Á eftir að komast að því hvort að Kolla hefði rekist á hana á barnum eða einhvers staðar. Eftir kríuna á Kaffibarnum tók ég stefnuna heim og horfði sofandi á sjónvarpið með Ámunda mínum og Gebba hans. Núll stig fyrir ástuna þetta kvöldið...
Regla númer fjögur: bannað að leggja sig á djamminu.

Laugardagskvöldið fór öllu betur. Anna María og Gebbi kíktu til okkar í mat sem var agalega lengi að verða tilbúinn... það stóð sko 45 mín á pakkanum en það tók alla vegna 90 mín að kokka og það á miklu hærri hita heldur en mælt var með. Ætli það sé reiknað með því að gestir mæti allt of seint þegar eldunarleiðbeiningarnar eru gerðar?????

Við Anna fórum í ferðalag, byrjuðum á að kíkja á Sóðabrækurnar í Vesturbænum. Þar var líf og fjör fullt af skvísum og tveir gaurar. Annar þeirra þótti ekki nægilega sætur og fínn þannig að hann var bara sendur heim í önnur föt. Það er nú meira hvað þær fá að stjórna gæjunum!!!

Síðan fórum við Anna í langferðalag upp á Hótel Höfða Skipholti. Þar tóku Hildur og Sigga á móti okkur í góðum fíling og við vorum allar glaðar konur fram eftir kveldi :o) Hildur skvísa fékk skell á bossann fyrir að vera með einhver læti og Anna María náði mynd af handafari á bossanum og þar sést að gaurinn er sko ekki með lengri putta en ég... Segir það eitthvað um eitthvað annað, ég veit alla vegna ekkert um það.

Eftir bæinn var stefnan svo tekin niður í bæ og fastir liðir eins og venjulega áttu sér stað...