Ásta skásta

12 október 2004

Helgin liðin og gott betur en það.

Guðmundur Árni var hinn sprækasti og gott betur en það. Við bökuðum, gáfum öndunum, kíktum í bíó, horfðum á morgunstundina okkar (dálítið langt síðan ég hef gert það) og dunduðum svona ýmislegt.

Guðmundi Árna fannst einstaklega gaman að horfa á einhvern annan í Nintendo galdragripnum sem við Gugga keyptum fyrir ansi mörgum árum síðan. Þetta átti að vera þvílík snilld að setja upp tölvuna inn í herbergi og fá hann til að leika sér svolítið þar. En nei, nei aðal kikkið hjá Guðmundi var að horfa á okkur í tölvunni þannig að til að þóknast drengnum þá var ég dáldið mikið í tölvunni um helgina :o)

En alla vegna þá er Guðmundur Árni yndislegt eintak og agalega mikið krútt. Helgin varð nú samt ekki til þess að koma eggjastokkunum af stað hjá mér... hehe