Ásta skásta

28 október 2004

Ég hlakka sko til þvílíkt til laugardagsins.

Ég er nefnilega að fara með Ámunda og vinnunni hans á villibráðarhlaðborð í Perlunni á laugardaginn. Ég er búin að hlakka til síðan í september eða eitthvað svoleiðis. Það vita líka allir í vinnunni hans Ámunda hvað ég er orðin spennt og síðan vita þau líka öll að ég er svefnpurrka dauðans. Ámundi er nebbla búin að segja þeim oft frá því hvað ég á það til að hrjóta yfir sjónvarpinu og hvað mér finnst gott að fara snemma í bælið. Hann Kristján í vinnunni hans Ámunda hafði meira að segja áhyggjur af því hversu seint hlaðborðið byrjar, hélt að ég væri löngu sofnuð klukkan níu. Jebb, ég er orðin brandari í vinnunni hans Ámunda!!!

En ég hlakka nú samt geggjað til að fá að smakka hreindýrakjöt, loksins, loksins, loksins...

Fyrir Perluna er liðinu boðið heim til Vífils í vinnunni hans Ámunda og þar verður boðið upp á hvítvínsglas. Eins og þeir sögðu við Ámunda, bara eitt glas... hehe

Síðan eftir Perluna þá er partý í Pálmaristan. Hlakka bara til að djamma með sóðabrókunum þær eru svo mikil snilld :o) Eintóm snilld! Þar kem ég nú til með að drekka eitthvað meira heldur en bara eitt hvítvínsglas.

Þokkalega góður laugardagur og laugarnótt framundan.