Ásta skásta

08 október 2004

Þá eru Magga og Pabbi farin út og Guðmundur Árni kominn í helgarpössun hjá mér og Ámunda. Reyndar er hann núna hjá Árnýju frænku sinni svo við getum verið dugleg að vinna.

Ég gisti hjá þeim í Kópavoginum í nótt því að þau fóru svo snemma. Þannig að við Guðmundur Árni vöknuðum saman. Það gekk alveg ágætlega en tók samt miklu lengri tíma en ég bjóst við. Hann vildi helst bara fara strax heim til mín og var ekki alveg að samþykkja það að ég þurfti að vinna. En Magga var greinilega búin að undirbúa hann vel fyrir helgina því hann sætti sig alveg við að þau væru í ferðalagi eftir að hann var almennilega vaknaður.

Nú hlakka ég bara til að sækja strákana mína eftir vinnu og það verður einhver gleði í gangi um helgina.

Knús og kossar og góða helgi allir saman.