Ásta skásta

18 október 2004

Er ekki enn farin að þjóna Ámanum með því að hlaupa í ísskápinn og sækja bjór, brjóst, topp, tott og fleira en það kemur svo bara í ljós einhvern tímann hvað hann fær úr skápnum...

En ég var agalega indæl og sleppti honum lausum í bekkjarpartý á föstudaginn. Þar var hann bara geymdur í góðra vina hópi og hafði það gott og djammaði fyrir okkur bæði.

Ég var hins vegar bara sallaróleg á föstudaginn, byrjaði í vísó og fékk svolítið mikið hvítvín þar og það var eiginlega ástæðan fyrir því að ég fór ekki með Ámanum í bekkjarpartýið, þannig að ég fæ kannski ekki stig fyrir að vera góð og hleypa honum einum út á lífið... Ekki það að ég sé yfirleitt með hann í keðjunni!!!

Við vorum bæði frekar sloj á laugardaginn en ég vann kraftakeppnina og dreif mig í bæjarferð til Kef. Tók Önnu mína með mér til að hjálpa Önnu minni að flytja. Jebb alltaf ruglingur þegar allt er morandi í Önnum eða Ástum eða fleiri en tveimur af hverju sem er.

Anna María og Emil eru nebbla að flytja. Þau völdu einföldustu íbúðina til að flytja í, nebbla íbúðina beint fyrir neðan íbúðina sem þau búa í núna. Ég hélt að það yrði geggjað einfalt fyrir þau að flytja en það endaði sko ekki þannig. Það eru nebbla búin að vera "smá" vandamál hjá þeim.

Til að byrja með fannst raki í nýju íbúðinni og svo fannst líka afleiðing rakans. Þá komu kallar með slöngu og ætluðu að pumpa vandamálinu út. En þá kom nýtt vandamál sem olli enn öðru nýju vandamáli. Slangan nebbla sprakk og vitleysingarnir sem komu með slönguna ákvaðu að koma henni fyrir inní íbúðinni en ekki úti eins og vaninn er að gera. Nýja vandamálið var núna risapollur inn á gangi og meiri íbúðaskemmdir.
Þegar búið var að leysa öll þessi vandamál kom í ljós að upphaflega vandamálið var ekki vandamálið eftir allt saman. Þannig að nú var það bara núllpunktur upp á nýtt. Nýja vandamálið fannst og til að leysa nýja vandamálið þurfti að moka fullt í garðinum hjá þeim, skipta um rör og dúka og jarðveg og allt saman. Þannig að núna er bara allt í drullumalli, íbúðin nánast fokheld og þau búa í Innri-Njarðvík í glænýju íbúðinni hjá mömmu og pabba Emils og nota slöngu í bílskúrnum við tannburstunina því að það er ekki búið að tengja vatnið. Smá ævintýri hjá þeim... humm..

En núna er bara fullt að gera hjá Önnu og Emil við að gera nýju íbúðina sína alveg eins og þau vilja hafa hana. Þetta verður bara flott hjá þeim :o)

Laugardagskvöldið hjá okkur Ámunda fór í að hjálpa Önnu systur með smá stærðfræði og horfa á Poltergeist heima hjá mömmu. Bara nice stund það og síðan bara heim að kúra og hafa það ljúft, ekkert fylleríiskjaftæði.