Ásta skásta

24 ágúst 2004

Mamma, elsku mamma flutti á föstudaginn. Nú er hún komin til Reykjavíkur og er í því að hreiðra um sig í vesturbænum. Skil ekkert í henni að flytja alltaf að skólanum mínum um leið og ég er að hætta. Þetta var líka svona þegar ég var í tíunda bekk í Njarðvík. Ekki það að ég hafi búið langt í burtu en við fluttum bara næstum í skólann tveim dögum eftir að ég útskrifaðist. Finnst nú samt frábært að hún er komin í borgina. Nú á ég eftir að sjá miklu meira af henni, ég er nebbla svo agalega löt við að fara til Njarðvíkur.

Flutningarnir gengur agalega vel og það lítur út fyrir að íbúðin verði ansi hugguleg. Ég vil því bara óska þeim alls hins besta á nýja staðnum :o)