Ásta skásta

13 ágúst 2004

Loksins, loksins, loksins....

Nú er ég búin að fara í fallhlífarstökk :o) Það var ógeðslega gaman og mikill léttir að hafa höndlað þetta. Það eru nú samt fáir af þeim sem á annað borð mæta á svæðið sem hætta við enda er þetta hin besta skemmtun. Nú langar mig bara að fara í free-fall og kaupa mér fallhlíf.

Þetta var svona statik-línu stökk, það virkar þannig að það er spotti festur á milli mín og flugvélarinnar og þegar ég stekk út þá kippist í spottan fyrir mig og ég þarf ekkert að hafa fyrir því að toga út fallhlífina. Maður er látinn klifra út á vængstífuna og svo er bara að láta vaða. Þá er smástund þar sem maður er bara í lausu lofti og svo um leið og maður fattar það þá kippist í mann og maður er komin með þessa fínu fallhlíf fyrir ofan sig.

Ámundi fór líka og fjórir gaurar sem þið þekkið ekki neitt. Þetta gekk agalega vel hjá okkur öllum en svo var verið að metast um bestu lendingarnar. Mín var ekki til fyrirmyndar :o( Maður hlustar svona í talstöð hvað maður á að gera, gaurinn biður mann um að treysta sér og gera það sem hann segir. Því eins og í gær var smá hliðarvindur og mér var sagt að stýra langt frá lendingarstaðnum en svo fýkur maður bara á réttan stað. Ég klikkaði svo á bremsunum í lendingunni. Beið bara eftir að gaurinn segði flera en hann sagði bara toga, toga og ég skyldi ekki neitt og brotlenti næstum því, en samt lenti ég nú á fótunum en það gerðu ekki allir.

En fyrir þá sem eru alltaf á leiðinni að stökkva þá er bara um að gera að drífa sig!