Ásta skásta

11 ágúst 2004

Fór á PINK tónleikana í gær. Hún var bara flott skvísan en ég var nú ekki alveg sátt við það hvað hún hætti snemma. Var bara klukkutíma á sviðinu og tók ekkert aukalag eftir að hún hætti. Það er jú bannað að sleppa aukalögunum, þá er aðalstuðið.

Hún sagði samt að Ísland væri frábært eins og er skylduverk allra þeirra sem koma við á Íslandi til að halda tónleika. Svo sagði hún líka að við Íslendingarnir værum fucking sexy og hljómsveitin hennar væri fucking frábær. Bara snillingur hún PINK.

Hún byrjaði tónleikana á trommunum og í fyrsta laginu var ég agalega mikið að leita að skvísunni því að maður sá hana ekki neitt. En svo kom PINK bara af trommunum og byrjaði að dilla sér, þeir sem þekkja eitthvað til hljómsveitarinnar hafa örugglega fattað þetta strax því að trommuleikarinn er stór og svartur.

Hún söng líka agalega fínt og var ferlega dugleg við að gefa five á liðið fremst. Það var alltaf verið að týna litlar stelpur úr fremstu röðinni af því að það var komin svo mikil kremja þar. Svo var tvisvar beðið PINK um að biðja fólkið um að taka eitt skref afturábak af því að liðið væri hreinlega að hrynja niður. Þannig að hún tók sig bara til og fór að skvetta vatni á liðið fremst, bara krúttleg :o)

Annars fór ég niður á gólf með Eydísi þegar tónleikarnir voru svona hálfnaðir að mínu mati, en svo kom í ljós að það voru bara tvö lög eftir :o( En okkur fannst alls ekki vera nein agalega kremja þarna niðri, en það hefur nú samt örugglega verið nettur þrýstingur fremst.

Ég skemmti mér ansi vel á tónleikunum en hefði samt viljað skemmta mér lengur til að fullkomna dæmið. (Að vísu hefði líka mátt vera með eitthvað gott atriði/show til að fullkomna kvöldið). En alla vegna nokkrar stjörnur fyrir PINK, samt ekki fimm.