Ásta skásta

21 júlí 2004

Útilegan gekk þrusuvel. Þarna var mikil gleði í gangi, mest allan sólarhringinn...  Nú vil ég barasta hvetja alla til að missa ekki af MÚS 2005 en þá mun fjöldi þátttakenda margfaldast! Myndirnar af þessum viðburði koma til með að birtast mjög fljótlega og verða þá sérstaklega auglýstar hér á þessari síðu.  Annars er frásögn frá útilegunni á Sóðabróka síðunni.

En að öllu nýlegri fréttum þá flutti ég í gær. Ég og Ámundi minn tókum á leigu íbúð við Klapparstíg 3, 101 Reykjavík.  Öll nánustu ættmenni voru fengin á staðinn til að flytja allt dótaríið okkar og það er sko ekkert smotterí sem við erum búin að safna saman á undanförnum árum.

Nú verður bara málið að skila og flokka :o) 

Nú verða næstu vikur teknar í að ganga frá og skutlast með smádótarí niður í Sorpu. Vona að einhver annar geti notað eitthvað af fötunum mínum meira en ég hef gert...

Annars er engin smá dagskrá framundan. Í kvöld og annað kvöld fer ég í annað skiptið á fallhlífarstökksnámskeið, gleymdist einhverra hluta vegna að stökkva í fyrra!  Anna María mín kemur með mér í annað skiptið og nú er Ámundi líka kominn í hópinn. Þetta verður frábært og eitthvað til að segja frá þegar ég fæst loksins til að stíga um borð í vélina til að stökkva.

Á laugardaginn er stefnan tekin í rafting í Austari-Jökulsá í Skagafirði. Það er einmitt líka eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera.  Ferðin hefst klukkan níu um morguninn þannig að það getur verið að við leggjum af stað fljótlega eftir vinnu á föstudaginn og gerum ferð úr þessu.

Ég hlakka bara til :o)