Ásta skásta

02 júlí 2004

Núna er klukkan 16:19 á föstudegi ættarmóts.

Ég sit bara stillt í vinnunni að bíða eftir að vera sótt og fá liðið til að versla grillmat og læti. Var reyndar farin áðan en þá gómuðu tveir vinnugaurar mig fyrir utan og skipuðu mér inn að drekka bjór. Maður verður jú að hlýða yfirmönnunum þannig að nú er ég þegar byrjuð á kvöldinu.

Commentakerfið sem fylgir með þessari síðu er í einhverju hakki og ef einhver skyldi vilja skilja eftir einhverja athugasemd þá er bara um að gera að smella á anonymous þegar innskráningin mætir og þá er þetta ekkert maus.

En alla vegna, í dag er myndavélin með í för þannig að það koma inn nýjar myndir á mánudaginn. Svona ættar- og sveitamyndir :o)

Góða helgi krúttin mín