Humm, hóst, hóst, hóst.... Þvílíkt framtaksleysi sem er í gangi á þessari síðu. Meira að segja ég sjálf nota hana bara til að ferðast áfram á aðrar síður og forvitnast um annarra manna líf.
Litla, litla stelpan mín er byrjuð á leikskóla, og þar með byrja ég sjálf í "alvöru" skóla. Já eða réttara sagt; held áfram í skólanum mínum. Er nú farin að sjá fyrir endan á þessu langskólanámi. Er meira að segja búin að ákveða að ég ætla að útskrifast af stýritækni og sjálfvirkni brautinni. Eins gott að vera komin með það á hreint.
Vinir mínir eru byrjaðir að flytja aftur heim, eitt par farið og næsta par flytur í næstu viku og vinur okkar stuttu seinna. Sorglegt að horfa á eftir fólki. Mér finnst geggjað að vera hérna og væri vís til að vera hérna að eilífu, bara ef að allir hinir myndu ekki flytja heim. Það er örugglega hundleiðinlegt að vera einn eftir þegar að allir eru farnir. Jábbs, alltaf jafn bjartsýn :)
Gugga systir sem átti að eiga eftir tæpar þrjár vikur kemur til með að eiga eftir tæpa viku þar sem að bumbukrílið hennar er orðið svo ógurlega stórt. Ég er þar með að verða móðursystir, ekki slæmur titill það! Gef Önnu litlu systur alla vegna sjö ár til að næla sér í kríli, ætli Gugga verði ekki búin með tvær eða þrjár umferðir þá. Vona svo bara að það sé ennþá lengra þar til bræður mínir feðri börn...
En alla vegna, góða helgi og góða þarnæstu helgi ef ég skyldi ekki hafa vit á því að uppfæra bloggið.
Knúsiknús...
Litla, litla stelpan mín er byrjuð á leikskóla, og þar með byrja ég sjálf í "alvöru" skóla. Já eða réttara sagt; held áfram í skólanum mínum. Er nú farin að sjá fyrir endan á þessu langskólanámi. Er meira að segja búin að ákveða að ég ætla að útskrifast af stýritækni og sjálfvirkni brautinni. Eins gott að vera komin með það á hreint.
Vinir mínir eru byrjaðir að flytja aftur heim, eitt par farið og næsta par flytur í næstu viku og vinur okkar stuttu seinna. Sorglegt að horfa á eftir fólki. Mér finnst geggjað að vera hérna og væri vís til að vera hérna að eilífu, bara ef að allir hinir myndu ekki flytja heim. Það er örugglega hundleiðinlegt að vera einn eftir þegar að allir eru farnir. Jábbs, alltaf jafn bjartsýn :)
Gugga systir sem átti að eiga eftir tæpar þrjár vikur kemur til með að eiga eftir tæpa viku þar sem að bumbukrílið hennar er orðið svo ógurlega stórt. Ég er þar með að verða móðursystir, ekki slæmur titill það! Gef Önnu litlu systur alla vegna sjö ár til að næla sér í kríli, ætli Gugga verði ekki búin með tvær eða þrjár umferðir þá. Vona svo bara að það sé ennþá lengra þar til bræður mínir feðri börn...
En alla vegna, góða helgi og góða þarnæstu helgi ef ég skyldi ekki hafa vit á því að uppfæra bloggið.
Knúsiknús...