Ásta skásta

16 maí 2007

Hellú

Nú er ég komin á fullt ad læra og þá klikkar maður að sjálfsögðu ekki á því að fá sér bloggpásur. Í dag sit ég á bókasafninu og les kennslubókina í faginu mínu. Mér finnst það bara fínt. Ég tók mér klósettpásu áðan og leit í spegil, auðvitað var ég med risa bananaklessu á öxlinni - gjöf frá Elsu Björgu minni. Ég veit nú ekki alveg hvort fólkinu hérna finnist ég vera sérlega smart!