Ásta skásta

10 júlí 2006

Þá er Gugga systir búin að gifta sig :o) Brúðkaupið var stórglæsilegt og þau voru sko sætust í heimi, ógurlega ástfangin og krúttleg.

Það er nú kannski bara kominn tími á að ég skelli inn einhverjum myndum, þá getið þið fengið að sjá fína, fína kjólinn hennar Guggu. Næ því kannski seinna í dag...

Í gær var síðan pakkastund og þau fengu fullt af fínu dóti. Þau fengu meira að segja beljuskinn til að hafa á gólfinu í nýja húsinu og mér fannst það sko algjör snilld - múhaha.

Nú er gengið farið á Skóga og þau ætla að ganga yfir í Þórsmörk þar sem enn fleiri ætla að hitta þau. Mig langar bara pínulítið með - en mín er náttla bara kasólétt í vinnunni og fær ekki að fara neitt.

Annars á Uly Grey a.k.a. Ólöf afmæli í dag og því er vel við hæfi að gleðjast :o)