Ásta skásta

20 febrúar 2006

Við skelltum okkur í ekta íslenskt eurovision-partý á laugardaginn. Það var hægt að sjá söngvakeppnina í beinni á netinu, eða alla vegna hefði það átt að vera hægt. Útsendingin gekk ekki alveg nógu vel, stundum horfðum við á kyrrmynd af síðasta lagi á meðan við hlustuðum á næsta lag á eftir. Hljóðið var samt nokkuð gott og stoppaði ekki eins oft þannig að við létum okkur hafa þetta. Mér líst vel á að senda Silvíu Nótt út og hlakka til að sjá viðbrögðin hjá liðinu. Hún hlýtur að hræra dálítið í mannskapnum. Það verður nú samt töluverð áskorun að koma karakternum sæmilega yfir á ensku.

Gugga systir ætlar að vinna á Íslandi næstu þrjá mánuði, þannig að ég kem heim um það leyti sem hún fer aftur út. Ég vona bara að við fáum nokkra daga saman á Íslandi áður en hún þarf að fara aftur út í næsta starf. Ég ætla að skjótast til hennar á föstudaginn, þannig að við getum krúttast svolítið saman...