Ásta skásta

18 nóvember 2005

Heimsku Svíar. Hér er ekki hægt að fá skilríki nema að einhver Svíi komi með manni í bankann og segi að maður er sá sem maður er. Síðan getur enginn sagt hver maður er nema að maður hafi skilríki. Bölvuð vitleysa í liðinu hérna.

Það er ekki einu sinni nóg að mæta í bankann með íslenska vegabréfið sitt, sem er með mynd af mér í til að fá svona sænsk skilríki.... Hvað er málið með liðið hérna???

Annars höfum við það bara fínt í Svíaríkinu ;o/

Vorum að spila með Höskuldi og Kristínu í gær. Ég vann síðasta spilið og er ennþá í skýjunum með það...

Góða helgi allir saman