Ásta skásta

03 október 2005

Mamma og Gugga komu hingað til Malmö á fimmtudagskvöldið og voru fram á miðjan laugardaginn. Það var snilld að hafa þær hérna. Við búðarrápuðum og gelluðumst svolítið, það endar ekki vel ef ég missi mig svona i búðunum í hvert skipti sem einhver mætir á svæðið.

Við fórum út að borða á föstudeginum. Fórum á spænskan stað hérna í nágrenninu, þar var allt pakkað af fólki og hljómsveit með öllu. Við vorum öll ferlega lukkuleg og fengum voða góðan mat. Við enduðum siðan í ruglinu i einhvers konar eins manns tunguleikfimi. Við hlógum endalaust mikið og ég bókstaflega þurfti að þurrka tárin ég skemmti mér svo vel.

Kíkið á myndir hjá Guggu og mömmu (Elsu Karls), ég set svo einhverjar myndir inn til að gleðja ykkur...

Mamma og Guggu fóru síðan í rútuferð til Stettin í Póllandi. Fæ ferðasöguna á morgun :o)