Ásta skásta

14 október 2005

Magnús bróðir er farinn að blogga. Hann ætlar að heimsækja Önnu á Akureyri á morgun. Ég væri nú alveg til í að vera með þeim, alltaf gott veður á Akureyri...

Nú er önnin búin og kominn tími fyrir fyrstu prófin. Það er ferlega skrýtið að fara svona snemma í próf en ég held að það verði þvílík lukka að fara bara í hálfan skammt af prófum um jólin.

Nú eru ansi miklar líkur á því að ég útskrifist 22. október, eftir langa bið. Þann daginn fer ég líka í seinna prófið mitt hérna og ein stelpan úr sænskukennslunni ætlar að bjóða sænskunemunum í partý. Eintóm gleði :o)