Ásta skásta

12 ágúst 2005

Vúhú... Loksins erum við búin að tryggja okkur íbúð í Svíaríki. Við erum komin með íbúð í Malmö frá byrjun september og út janúar. Þessi íbúð er fullbúin húsgögnum, tveggja herbergja en samt risastór, við erum að tala um 95 fermetra. Svo er bara flatsæng yfir allt þegar allir gestirnir okkar mæta á svæðið. Sjáum fram á það að familían mæti undir lok janúar þegar elsku Gugga systir útskrifast og þá treystum við á það að einhver gisti hjá okkur.