Ásta skásta

17 ágúst 2005

Síðasti vinnudagurinn í gangi. Á morgun fer allur dagurinn í próflestur, föstudagurinn fer síðan í að taka próf.

En svo er nú aldeilis bjartara framundan :o)

Á föstudagskvöldið ætlum við Ámundi að elda og borða með Önnu og Abba. Þetta á að vera svokallað sælkerakvöld þar sem allt snýst um að borða eitthvað gott. Nammi, nammi, nammi. Snilldin eina.

Á laugardaginn klukkan 17:00 hefst síðan dagskrá menningarnætur hjá okkur. Þá ætlum við að hitta allt MA-gengið og Fornhagapíurnar, grilla með þeim og gleðjast. Síðan á auðvitað að stefna í bæinn, beint niður á höfn að tékka á tónleikunum og síðan að fylgjast með flugeldunum. Eftir það allt saman verður djammað fram á hárauða nóttina og sólríkan morguninn.

Sunnudagskvöldið verður fjölskyldukvöld. Þá ætlum við með familíurnar báðum megin út að borða á Tapas. Við þrettán í allt og þar af eru bara tveir blóðskyldir mér ;o)

Sunnudagur, mánudagur og þriðjudagur fara í að flokka, skila og pakka. Ég vonast síðan til þess að geta notað miðvikudaginn í að skúra, skrúbba og bóna. Verðum meira og minna á Klapparstígnum og allir eru velkomnir í kveðjukoss og huggulegheit.

Anna og Emil neyddust síðan til að bjóða okkur gistingu aðfaranótt fimmtudags, síðustu íslensku nóttina í bili.

Fimmtudagurinn verður síðan notaður í að fljúga til útlanda og búa í útlöndum... sjett...