Ásta skásta

08 ágúst 2005

Ég, Ámundi, Anna og Emil fórum í snilldarbrúðkaup til Friðriks og Hrafnhildar á laugardaginn. Brúðkaupið var haldið á Kirkjuhóli á Snæfellsnesi, við rosalega flottan bústað sem Frikki gat tryggt sér þessa helgina.

Þau giftu sig á pallinum við bústaðinn/höllina. Það var aðeins farið að blása þegar athöfnin fór fram þannig að brúðarslörið stóð beint aftur af höfði brúðarinnar og pils nokkurra gesta fuku þannig að bossarnir blöstu við hinum gestunum.

Veislan fór síðan fram í risaveislutjaldi þarna í grennd. Reyndar vorum við Anna ekki búnar að frétta það og vorum því ekki klæddar til útiveru. Við skulfum bara í takt og ákáðum síðan að dressa okkur upp í tjaldfötin. Mér til mikillar skelfingar var ég ekki með nein almennileg föt, gat valið um þynnkubuxur með klof niðrá hné eða náttbuxur. Ég fæ því ekki mörg smartstig fyrir klæðnaðinn í veislunni :o/

Snilldarmatur, snilldarhjón, snilldarvín, snilldarhoppukastali, snilldarbrenna, snilldartrampólín, snilldarbjór....

Á föstudaginn fór ég með Njarðvíkurskvísunum á Sálarball á Players. Ég skemmti mér konunglega og Sálin var þvílík snilld. Byrjuðum í grillpartýi hjá Ásu og þar fórum við á kostum með blenderinn og frosin jarðarber sem Anna var búin að næla í. Begga fór síðan á kostum á barnum og var alltaf með nýjan bríser í höndunum. Held að hún hafi ekki eytt krónu þetta kvöld. Verð að díla við Ásu um myndir... svo hendi ég þeim kannski inn :o)