Ásta skásta

10 ágúst 2005

Fjúff, 15 dagar í að við flytjum til Sverige.

Erum enn að leita okkur að íbúð í Lundi, gengur ekki alveg nógu hratt fyrir minn smekk. Ég er ferlega dugleg að senda leigusölum pósta þar sem mannkostir okkar eru dásamaðir án þess þó að missa mig í sleikjuhætti.

Það er alveg hreint ótrúlegt hvað íbúðirnar sem eru auglýstar hverfa hratt af markaðnum. Já nema kannski að ég sé að skrifa einhverja eintóma steypu og enginn þorir að leigja okkur íbúðina sína.... þetta er náttla allt á útlensku þannig að maður veit ekki.

Ég vona bara að við þurfum ekki að tjalda yfir dótið okkar þegar við mætum á svæðið, skella bara í heilsársútihátíð???