Ásta skásta

11 ágúst 2005

Þá er Ásdís hætt að vinna í húsinu. Það var kveðjukökupartý fyrir hana í gær. Hún ætlar að fljúga til Frakklands eftir eina viku, það verður nú gaman að geta heimsótt hana :o) Stutt í alpana, stutt á ströndina og stutt í rauðvínið og ostana. Hið ljúfa líf.

Í dag á ég tvær vikur eftir á Íslandi þar af eina í vinnunni og í dag svaf ég yfir mig í fyrsta skiptið sem ég vinn hérna. Mætti mygluð á svæðið klukkan níu og strákarnir notuðu tækifærið til að hlæja að mér. Svona lið...

Magnús bróðir er í þessum töluðu orðum í nokkurs konar uppskurði. Hann gleypti kubb í brúðkaupi fyrir ca þremur vikum og það virðist vera að kubburinn hafi lent í lungunum á stráknum. Þar situr kubburinn og stíflar hluta af lungunum þannig að greyið getur ekki púlað neitt án þess að fá verki í bakið. Nú eru einhverjir snillingar á LSH að troða upp í hann slöngum og dótarí til að veiða kubbinn aftur upp. Ég vona að þetta gangi allt vel, bíð eftir að heyra frá pabba.