Ásta skásta

21 júlí 2005

Þá er stelpan komin suður aftur. Það var ferlega fínt að skreppa norður, fengum bara ekki alveg nógu gott veður.

Ég væri nú alveg til í að búa fyrir norðan einhvern tímann seinna, held að það sé bara fínt. Þá þarf maður ekki að eyða eins miklum tíma í Reykjavíkurumferðina...

Annars er náttla fyrst á dagskránni að flytja til Lundar, Svíþjóð. Skólinn byrjar 29. ágúst og við ætlum út 25. ágúst. Ef þið þekkið einhvern sem er með herbergi eða íbúð til leigu í Lundi þá vil ég alveg endilega fá símanúmerið hjá þeim...

Setti inn myndir frá Laugavegsgöngunni á nýju fínu myndasíðuna mína. Setti inn tengil hérna til hliðar á síðunni.