Ásta skásta

04 júlí 2005

Afmælisveislan í Búrfelli var fín :o) Fórum í torfæruferð, skoðunarferð, matferð og leikjaferð.. nóg að gera.

Ég held samt að veðrið í Búrfelli geti aldrei verið gott. Ef það er rigning þá er rigning og maður verður blautur. Ef það er rok þá er kalt og hárgreiðslan fer í vaskinn. Ef það er sól þá er allt morandi í flugum og maður verður pirraður og bitinn. Við fengum allar gerðir af veðri þarna á laugardaginn. Ég hafði ekki hugmynd um það hvernig ég átti að vera. Byrjaði með húfuna - skipti yfir í der og flugnanet - aftur húfan - síðan flugnanet og úr jakkanum - aftur í jakkann - húfan á - og svo framvegis.

Þarna var massarokkaraball þar sem að allir dilluðu sér í útilegugallanum, bara krúttlegt að sjá eldri vinnufélaga vanga frúna í gönguskóm og flíspeysu í stíl. Við Ásdís vorum samt reknar einum of oft af gólfinu til að vel gifta fólkið gæti leikið sér.

Í gær var síðan ættarmót pabbamegin. Við fórum í keilu og borðuðum pítsu. Það var virkilega stuttur fyrirvari á dæminu en samt mættu hér um bil allir á svæðið. Snilldarlið :o)

Í kvöld ætla ég að spila með hallærisgenginu og borða gotterí :o)

Á morgun á að vakna snemma og skella sér til Landmannalauga og byrja loksins á Laugavegsgöngunni góðu. Ég hlakka bara til og veðurspáin er hér um bil til fyrirmyndar .o) Allir í Þórsmörk - Húsadal á föstudaginn...