Ásta skásta

10 júní 2005

Rafmagnsklíkan var með hitting á Tapas í gærkvöldi. Allir útlendingarnir okkar eru að týnast heim og það var hin fínasta mæting í giggið. Þjónustan var nú dálítið undarleg þarna, við vorum vinsamlegast beðin um að panta ekki hvað sem er. Það væri einfaldlega best fyrir okkur að panta dýrustu réttina, annars gæti allt farið í rugl.

Maturinn var nú samt skuggalega góður, alveg í stíl við mig. Fékk fullt af kjöti á pinnum, geggjaðan saltfisk og humar. Hrein snilld, fínt líka fyrir fólk sem getur ekki ákveðið sig, það er nebbla hægt að panta 3-4 rétti sem kokkurinn velur fyrir mann. Ég var alla vegna mjög nálægt því að springa í loft upp eftir matinn og Ásdís þurfti að sannfæra mig um að það væri líka pláss fyrir bjór eftir matinn, ég var nebbla ekki alveg viss.

En það var hrein snilld að hitta krakkana og gaman að heyra um hvað allir eru að gera. Einhver á nágranna sem kann ekki að nota hurð og finnst miklu betra að troða sér bara inn og út um gluggann hjá sér. Annar er að fara að gifta sig og líka sá þriðji. Tveir eru komnir í fituklípingar keppni í ræktinni. Flestir verða erlendis í haust, nema kannski sá sem kenndur er við 87 - hann þarf að sinna frægðinni hérlendis.

Við töluðum líka um að færa fyrsta fimmtudags hittelsið okkar til Kaupmannahafnar í haust, það er auðvitað snilldarhugmynd. Gætum jafnvel hist út um allan heim fyrsta fimmtudaginn í hverjum mánuði.

Á eftir fæ ég að fara á Eldsmiðjuna og á morgun á ég pantað borð annars staðar :o)

Knús í krús, góða helgi!