Ásta skásta

14 júní 2005

Loksins skrifaði stelpan í gestabókina á Esjunni. Ég fór með Önnunni, pabbanum, strákunum, Möggunni og fullt af liði. Tveir níu ára guttar með í ferðinni sem stungu okkur hin heldur betur af og voru fyrstir á alla staði. Veðrið var yndislegt en það var samt ótrúlegt hvað það voru margir á ferðinni í fjallinu. Verð nú að viðurkenna það að mér fannst ferðin örlítið erfiðari en ég bjóst við, þetta er ekki beint eins og að skokka upp á Arnarhól ;o)

Í dag er förinni heitið norður. Stuðið byrjar í bústað í Skagafirðinum með massafínu gleðiliði. Grill, pottur og eintóm gleði. Síðan er förinni heitið á Akureyri og þar á að dvelja alla vegna fram á laugardag.

Góða helgi :o)