Ásta skásta

28 júní 2005

Ég, Ásdís og María systir hennar ætlum að skella okkur á afmælishátíð Landsvirkjunar sem haldin verður í Búrfelli á laugardaginn. Þá ætlum við í einhverja skemmtilega göngu, grilla með samstarfsmönnum og syngja síðan hátt og snjallt.

Eggert yfirmaður Ásdísar og snillingur með meiru reddaði okkur síðan Landsvirkjunarkagga til að koma okkur héðan og þaðan.

Þetta verður bara snilld. Tjald, svefnpokar, gönguskór og gleði.