Ásta skásta

06 júní 2005

Í dag er annar í þynnku eftir bústaðaferð helgarinnar. Anna bauð í flottustu grillveislu sem að ég hef komið í og allt var æðislega gott.

Allt gamla Njarðvíkurgengið mætti á svæðið og hjálpaðist að við að borða kjöt og drekka öl og bollu.

Myndir segja víst meira en fullt af orðum þannig að ég ætla að smella nokkrum inn þegar ég er búin að vinna í dag. Myndirnar muna víst líka betur hvað var á seyði þarna :o)

Takk fyrir mig elsku Anna afmælisskvísa!!!