Ásta skásta

17 janúar 2005

Mánudagurinn mættur og helgin horfin...

Ég var óvenjulega dugleg við að hitta Njarðvíkurgengið um helgina.

Við mamma skutluðum Guggu systur upp í flugstöð, bara leiðinlegt að hún er farin :o(
Við mamma kíktum síðan í heimsókn til Önnu Maríu. Hún var nýbúin að henda upp eldhúsinnréttingu í nýju íbúðina. Um kvöldið fór ég í Idol til Siggu og Arnórs Orra sem er orðinn risa- risastór. Anna María og Begga kíktu líka í Idol og það var bara gaman að hitta þær allar.

Jón Björn snillingur bauð síðan öllum Njarðvíkurbekknum okkar í partý á laugardagskvöldið. Alltaf gaman að hitta bekkjarfélagana :o)
Ég, Anna, Sigga, Sigrún og Ámundi byrjuðum kvöldið hérna hjá okkur með tailenskri matarveislu og pípugleði. Þegar við vorum orðin nægilega völt röltum við yfir til Jóns Björns og tjúttuðum með genginu sem þangað var mætt. Jón Björn fær fullt af stigum fyrir flott partý og snilldina að bjóða okkur. Mér fannst helvíti merkilegt hvað mætingin var góð með svona stuttum fyrirvara.