Ásta skásta

20 ágúst 2004

Tók seinna stökkið mitt í gær með AmyJ meiriháttar gellu með meiru. Það var geggjað gaman. Við fengum galla í stíl og vorum agalegar pæjur, myndi lofa mynd á næstunni ef ég vissi ekki að ég stend ekki við það.

Þetta stökk gekk töluvert betur en síðasta stökk, enda var ég miklu hræddari núna og ég held að það sé hollt fyrir mann. Útstökkið var nú svipað og síðast en lendingin var fullkomnuð núna. Ekki það að ég hafi lent á rassgatinu síðast...

Svo er stefnan bara tekin á frjálst fall næsta sumar, held að það sé hæfilegt markmið. Við Kónga ætlum bara að safna saman öllum peningunum okkar, kaupa námskeið í Flórída og stökkva svo endalaust. Við verðum líklega orðnar ansi geðveikar eftir allar sparnaðinn þannig að þetta endar örugglega allt í eintómu tjóni.

Mamma er að fara að flytja í bæinn á eftir þannig að ég verð bara kassaburðardýr það sem eftir er af deginum. Það verður fínt að fá hana svona í nágrennið, þá getur maður treyst á að fá eitthvað almennilegt að borða af og til :o)

Hlakka bara til að þvælast um miðbæinn á morgun, það verður pottþétt massastemmari. Elska svona gott veður. Svo verður maður að taka á því á djamminu og skemmta sér allt of vel.