Ásta skásta

17 ágúst 2004

Ég skal sko segja ykkur það... Ég eyddi mestum gærdeginum í Bubble, bobble í gömlu góðu Nintendo tölvunni sem við Gugga eigum. Mamma er að flytja og var að taka til í geymslunni og kom með eitthvað af dótinu sem var merkt mér til mín. Þar á meðal var auðvitað þessi snilldargripur.

Ég lét Ámunda fara í Lolo sem í minningunni var mjög heilabrjótandi leikur. En nei, nei hann rann léttilega í gegnum leikinn, án þess svo mikið sem að svitna. Ég man nú bara eftir því að við Gugga tókum heilan dag í leikinn og áttum í miklum vandræðum með þetta.

Síðan keppti ég við hann í dr Mario og ég telst enn vera meistari meistaranna...

Annars vorum við heillengi í Bubble, bubble og steingleymdum að fara að sofa. Man einhver lykilorðið sem þarf til að komast í síðasta borðið með 99 líf?????

En þeir sem vilja fara í Nintendo eru auðvitað þvílíkt velkomnir á Klapparstíg 3. Playstation, smeisstesjón!