Ásta skásta

19 ágúst 2004

Ég er algjör miðbæjarrotta! Eða það stendur alla vegna á nýja fína bolnum mínum sem Ámundi minn gaf mér í gær þegar að ég kom heim úr vinnunni. Hann stillti honum agalega fínt upp beint á móti hurðinni en svo sá ég ekki neitt nema í annað skiptið sem ég gekk fram hjá. Ég er ekki viss um að ég hefði getað haldið ró minni ef ég væri með svona plott en Ámundi sat bara stilltur með pókerfeisið þangað til að ég spottaði gripinn.

Annars verð ég nú að fá að lýsa því yfir að mér finnst gaman að blómum en er miklu sáttari og ánægðari með að fá svona snilldargjafir. Svo er það nú líka þannig í dag að blómvöndurinn er farinn að kosta álíka mikið og temmileg flík.

An alla vegna eintóm gleði með bolinn og audda kallinn líka.

Þeim sem vilja berja bolinn augum er bent á að hafa samband við mig í síma 694-2302 og ég verð til sýnis.