Ásta skásta

19 ágúst 2004

ÁFRAM ÍSLAND

Djöfull rokkuðu strákarnir okkar í öllum boltaleikjunum í gær :o) Maður klikkaði nú samt á því að skella sér á leikinn, það hefði nú líklegast verið snilld að vera á staðnum og ekki var veðrið að spilla fyrir. Enda var sett Íslandsmet í mætingu.

Svo er bara næsti handboltaleikur í fyrramálið, miðað við mínar heimildir þá er hann agalega snemma þannig að ég horfi líklega ekki á hann. Maður sest nú samt líklegast þunnur við imbann á sunnudaginn til að tékka á Rússunum.