Ásta skásta

16 ágúst 2004

Fór í kveðjupartý til Hildar á laugardaginn. Mætti dálítið seint þar sem ég byrjaði kvöldið með brekkusöng og flugeldum á Blómstrandi dögum í Hveragerði.

Fólkið var að komast í góðan fíling þegar að ég og Ámundi mættum. Innan skamms byrjaði Hildur elskan að rappa fyrir okkur við góðar undirtektir :o) Síðan dembdum við okkur í drykkjuleik sem skal teljast nokkuð góðir og skilaði ágætum árangri. Stemmarinn var massafínn hjá Hildi enda stórskemmtilegt fólkið sem hún þekkir.

Við skelltum okkur síðan á Ara í Ögri í þeim tilgangi að fá grjónagraut sem Heiður hafði prufukeyrt á staðnum. Ég hélt fyrst um sinn að Heiður væri að tala um alvöru grjónagraut og leist vel á blikuna en síðan kom í ljós að þetta var barasta staup. Ég missti áhugann um leið og ég komst að því. Með þessu staupi fylgdi heljarinnar show, það var kveikt í því og síðan stráð kanilsykri yfir það og það var svona stjörnuljósa fílingur á þessu. Svaka flott og ég mæli með því að kíkja í grjónagraut á Ara.

Eftir grjónagrautinn og reyndar fyrir hann líka týndist partýliðið í allar áttir og hver sá um að skemmta sér. Ég endaði í blístrandi stemmningu inn á Hressó þar sem sumir voru að kyssast en aðrir ákváðu bara að leggja sig. Ég var svona einhvers staðar í miðri stemmningunni með Heiði :o)