Ásta skásta

09 ágúst 2004

Þessi helgi fór heldur betur fyrir lítið. Er núna byrjuð að þykjast læra af og til fyrir haustprófið sem ég þarf að bögglast við.

Tók föstudaginn í að læra (entist alveg í heila þrjá klukkutíma!) endaði síðan með að líta við hjá Heiði og lenti þar í lasagna með osti veislu í nýju sófunum. Bara snilld, enda eru Heiður og Jói pjúra snillingar. Glápti aðeins á sjónvarpið og rölti svo heim til að glápa meira á sjónvarpið :o)
Vinir hans Ámunda kíktu í heimsókn á leið sinni á djammið og það var spjallað lengi frameftir. Svo um þrjúleytið fór brunaboði hússins í gang og bíbbaði á okkur alltof lengi. Við misstum okkur síðan úr þreytu og skildum Gebba eftir einan í stofunni á meðan við Ámundi fórum inn að hrjóta (ég var reyndar búin að taka forskot á hroturnar, eins og mér einni er lagið).

Komum okkur síðan út á laugardegi til að kíkja á Gay-pride gönguna. Það er hrein snilld að búa svona niðrí bæ, maður stígur bara út og er þá mættur í stuðið.
Um kvöldið var stefnan síðan tekin í afmælissilunga partý, ummmm... bara gott.
Eftir afmælið hitti ég síðan Ásu Maríu skvísu og fór með henni og Evu vinkonu hennar í bæinn. Stakk þær síðan af þegar við fórum í Vegamótaröð í annað skiptið og hitti kallinn og tjúttaði aðeins með honum.
Vorum búin að lofa hinum og þessum gistingu í stofunni okkar en það endaði með því að Ása var sú eina sem komst inn vegna þess að við sváfum svo fast að við hefðum ekki vaknað þó svo að húsið hefði hrunið. Heppin Ása að hafa fengið lánaða lyklana mína!!